Nýir leiðarar fyrir dómara í gæðingalist

28. febrúar 2025

Á ársþingi LH síðastliðið haust urðu breytingar á reglum um gæðingalist þar sem einkunn fyrir fegurð í reið færðist yfir á flæði og reiðmennsku og þar með varð vægi gangtegunda í greininni hærra en áður.

  • Gangtegundir vega 40%
  • Æfingar 40%
  • Flæði, reiðmennska og fegurð í reið 20%

Þar að auki var vægi æfinga uppfært og birt í janúar.

Til samræmis við þessar breytingar hefur nýr leiðari fyrir dómara fyrir Flæði, reiðmennsku og fegurð í reið verið birtur í uppfærðu skjali um Reglur um Gæðingalist á heimasíðu LH ásamt uppfærðum viðauka með skilgreiningum á æfingum. 

Með þessari uppfærslu hafa ekki orðið neinar efnisbreytingar á greininni, en nýr leiðari kominn inn til glöggvunar fyrir áhugasama.

Þess má geta að enska útgáfan af reglum um Gæðingalist hefur einnig verið uppfærð en talsvert er haldið af mótum í Gæðingalist erlendis.

Hvetjum við alla knapa og aðra áhugasama til þess að skoða og kynna sér reglur greinarinnar nú þegar mótin eru að fara af stað.

Gleðilegt gæðingalistarár!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira