Gólfið er þitt. Heillaðu okkur!

11. mars 2024

Grein eftir Mette Moe Mannseth um Gæðingalist. Greinin birtist upphaflega í 50 ára afmælisriti FT sem kom út í tengslum við afmælissýningu FT í febrúar 2024. 
Um höfundinn: Höfundur situr ásamt fleirum í starfshópi LH um Gæðingalist sem upphaflega var skipaður samkvæmt samþykkt Landsþings 2018 til að gera keppnisgrein, sem þá kallaðist Gæðingafimi, að fullgildri keppnisgrein í lögum og reglum LH. 

Gæðingalist er keppnisgrein sem nýtur vaxandi vinsælda, m.a. er mikil eftirspurn erlendis eftir innleiðingu greinarinnar og menntun dómara í Gæðingalist.

---

Gæðingurinn mætir á svæðið. Tónlistin hefst, það gerir líka dansinn. Tveir einstaklingar af ólíkri tegund leika listir sínar um gólfið. Þetta er list en þetta er líka íþrótt. Knapinn er íþróttamaður og hesturinn Íþróttavera.

Tilkoma gæðingalistar

Gæðingalist er grein sem í núverandi mynd er ung af nálinni, en á sér áratuga sögu með margar mismunandi útfærslur. Tilraunir sem Félag Tamningamanna stóðu meðal annars fyrir og sú fyrsta sem getur kannski talist keppni var haldin árið 1980 og hét „frjálsar æfingar“. Árið 1993 varð síðan til „Gæðingaíþróttir“ sem Einar Öder Magnússon sigraði eftirminnilega á fjórðungsmóti Norðlenskra hestamanna á Vindheimamelum. Gæðingafimi þróaðist svo í hestaíþróttadeildum frá 1999 sem og sem ýmis reiðpróf Félags Tamningamanna og Hólaskóla frá 2003. Að greinin lifði af má líklega þakka að hún hélst inni í deildum, varð meðal annars ein af keppnisgreinum Meisaradeildar, þar sem bestu reiðmenn landsins kepptu og urðu að undirbúa sig. Það varð fljótt mikið kappsmál fyir fagmenn að standa sig vel einmitt í þessari grein, og mættu menn með sínu bestu hesta. Þar má telja ótal stjörnur sem fyrir og eftir hafa sigrað Landsmót, Íslandsmót og Heimsmeistaramót. Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi, Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi, Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum, Olil Amble og Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum, Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi, og Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti. Síðar sendi Félag tamningamanna inn tillögu á LH-þing um að LH mundi semja reglugerð um greinina og þróa svo hægt væri að gera hana alþjóðlega.

Almennt um áhrif keppni í hestaíþróttum

Fyrirmyndir í barnæsku og á unglingsárum eru þýðingarmiklar í mótun einstaklingsins. Í mínu tilfelli, ég ólst upp á níunda áratugnum—fyrir tíð internetsins—voru það bækur og tímarit sem upplýsti ungling um hluti sem foreldrar vissu ekki. Hestatímaritin sem ég gat lesið voru Penny og Wendy—teiknimyndarsögur um hesta og hestafólk þar sem hetjan var ætíð fátæka stelpan/strákurinn sem bjargaði óþekka eða misskilda hestinum undan ríku stelpunni eða gamla bóndanum sem fóru ekki vel með hann. Skilaboðin voru í stuttu máli, að skilningur og vinna skilaði sér í hesti sem samþykkti knapa sinn og reyndist mun betra en valdbeiting og frekja forréttindafólks. Hetjan varð sá sem tók „erfiða“ hestinn og bætti hann.
Fyrirmyndir eru í dag, held ég, keppnishetjurnar. Hetjurnar sem fá bikara, borða og glimmer, mynd af sér á netinu, sem þau birta á samfélagsmiðlunum, þau verða hálfgerðir áhrifavaldar. Það er ekkert að því ef velgengni í keppni endurspegli og mæli þau gildi sem við viljum hampa.
Í hlaupum er mældur tími, í langstökki lengd og í hástökki hæð, en hvað er verið að mæla í hestamennsku? Stundum er mældur tíminn sem tekur að fara frá A til B með gefnar forsendur—til dæmis gangtegund. En önnur keppni á íslenskum hestum...Hvað er verið að mæla? Hver er tilgangurinn með keppani í hestamennsku?
Það er misjafnt hversvegna fólk keppir og getur ástæðan breyst með tímanum. Hugsanlegur ávinningur getur verið að láta reyna á sig, setja sér markmið með þjálfun og reiðmennsku sína, fá utanaðkomandi mat á hvernig gengur, fá vinninginn þ.e. bikar eða borða, athygli ef vel gengur, auka verðgildi hestsins... En fyrir hestinn? Ávinningur hestsins getur verið að hann fær markvissari þjálfun, með markvissari knapa sem kerfisbundið gerir hestinn sterkari og samskiptin betri, þ.e. ef markmiðin og mælingin orsakar þá þróun.

Þróun keppni á íslenskum hestum

Fyrstu keppnisgreinar á íslenskum hestum voru kappreiðar, hver kemst hraðast á nokkuð slettu túni frá A til B. Svo kom góðhestakeppni, þ.e. hver er á besta reiðhestinum? Þessi grein skiptist svo í Gæðingakeppni og kynbótadóma. Keppnin snerist um hver var með viljugasta og besta gæðinginn og fór fram á beinni braut. Enda var íslenskum hestum á þessum tíma riðið mest á götum eða á víðavangi. Eitthvað var tamið í eða í kringum gerði eða réttir sem voru þó aðalega hannaðar til að ná eða handsama hesta og aðrar skepnur.
Íþróttakeppnin og hringvöllurinn var svo fundinn upp í Þýskalandi og tilkoma hringvallarins bygðist á að hentugt var að ríða í kringum hefðbundið reiðgerði sem var þá 20x40/60m og þar af leiðandi varð til stærðin 200m hringvöllur. Hringvöllur og íþróttakeppni koma svo til Íslands.

Félag tamningamanna í samvinnu við hestamannafélagið Fák, stóð árið 1970 fyrir námskeiði með Feldmann-feðgum til að mennta og þróa reiðmennsku á Íslandi. Í því tilefni var farið að smíða reiðgerði, helst 20x40m . Íslenskir tamningamenn fóru að mennta sig í klassískri reiðmennsku og taka með sér hugmyndafræði og tækni til að bæta hestana. Þetta ásamt forvitni einkaaðila sem fóru til útlanda til að þróa sig var líklega upphafið af að þjálfun íslenska hestsins tók hröðum breytingum. Tamningamenn tileinkuðu sér fimiæfingar til að gera hestana þjálli, fimari og sterkari og þar af leiðandi hæfari til að bera mann. Á sama tíma var farið að keppa einnig í dressúr eða fimi á ýmsum mótum, þar sem lögð var áherslu á nákvæmi í reiðleiðum, gangskiptingum og hraða.

Aðalkeppni var áfram á hringvelli og á beinni braut en reiðmennskan þróaðist meðfram innan í sem utan við reiðgerði, og seinna í reiðhúsum sem fóru að verða algengari á 20. áratugnum. Í framhaldinu kom sprengja í byggingum reiðhalla eftir 2000 og til dagsins í dag. Greinar í íþróttakeppninni sem hafa bæst við eru greinar eins og slaktaumatölt og gæðingaskeið. Gæðingaskeið varð sambland af hraðagrein, gæðum og nákvæmni gangskiptinga ásamt gæði gangtegunda. Enn eru uppi ólíkar skoðanir á hversu mikið hraðinn á að gilda á móti gæðum gangtegunda, snerpa versus mýkt og mun sú umræða væntanlega og sem betur fer halda áfram.

 

 

Í bakgrunninn hafa FT-menn og aðrir áhugasamir verið að leika sér með hugmyndir um hvernig þróa má keppni á íslenskum hestum til framtíðar. Hugsunin er að gera sýnilegra hvernig hestinum er riðið dagsdaglega, og að tryggja að reynt sé á mikilvægustu þættina. Hvað ræður úrslitum og hvað er mikilvægt? Mikilvægustu og bestar þekktar aðferðir byggja á reynslu ásamt nýjusta þekkingu. Útkoman er Gæðingalist. Fulltrúar helstu stofnana og hagsmunahópa reiðmennskunnar leiddu saman hesta sína og bjuggu til grein sem endurspeglar samspil manns og hests, þjálfun hestsins og gæði.

Viðfangsefnið

Gæðingalist gefur mynd af styrkleikum hestsins, þjálfun og ástandi hans, jafnt líkamlegu sem andlegu.Gæðingalist er grein þar sem knapinn fléttar saman æfingum, gangtegundum og afköstum. Hann sýnir og sannar að hesturinn hefur skilning á öllum þáttum þjálfunarskalans frá að vera „Rólegur/einbeittur“ til afkasta í sömu sýningu. Það er mikilvægt til að sýna að knapinn gangi ekki of langt í að „gíra“ hestinn upp. Það er líklegt að hann hafi gert það og hesturinn sé ekki í andlegu jafnvægi ef ekki er hægt að slaka honum tafarlaust. Þessvegna eru verkefni sem taumur gefinn mikilvæg og hátt metin. Á hinn bóginn, ef hesturinn er svo rólegur að það er ekki hægt að auka orkustigið auðveltlega er þessi ró minna virði. Hestuinn er þá kanski sljór og áhugalaus.

Hvað er vel þjálfaður hestur?

Yfirmarkmið með allri þjálfun hlýtur að snúast mikið um endingu og velferð hestsins. Og þar sem hestar hugsa lítið fram í tímann og lifa í núinu er líðan hestsins í augnabliknu afar mikilvæg. Einnig er mikilvægt að þjálfunin leiði af sér góða líðan í framtíðinni. Að ábendingakerfið sé skýrt og útkoman fyrirsjáanleg fyrir hestinn auki vellíðan þar sem hestum er illa við óvænta hluti. Samskiptin skulu byggja sem mest á leiðsögn, hrósi og umbun, en ekki á ógnunum og þvingun. Þá held ég að þjálfun geti auðgað líf hestsins.

Líkamlega var hesturinn ekki gerður til að bera mann á baki. Frá náttúrunnar hendi tekur hryggsúlan í mesta lagi meira þyngd neðanfrá, svo sem kviður, innyfli, fita eða fyl í hryssu. Hvernig hesturinn á að bera þessa þyngd, sem knapinn er, ofaná baki hans, þurfum við að kenna honum. Ef hann lærir það vel eykst burðargetan með góðri þjálfun. Hann mun endast betur sem reiðhestur sem og líða betur í núinu, þar sem það verður auðveldara að svara ábendingum knapans. Hestur sem ber sig vel verður léttari í svörun, þjálli og viljugri. Ef ekkert er gert til að kenna hestinum hvernig hann á að bera sig eru líkur á framþyngslum, stífni, skekkju, jafnvægisleysi, stressi, leti og almennri vanlíðan.
Það tekur tíma að kenna hesti að halda vel og rétt á knapanum, og er hin endanlega mynd þegar hesturinn er orðinn full taminn ekki sú sama og fyrir ungan hest sem tekur sínu fyrstu skref með mann á baki. Þessvegna verður knapi sem ríður ungum hesti að vita hvernig eðlileg þróun hestsins er undir manni. Gott trippaform er ekki það sama og gott reiðhestaform. Til að leiða okkur í gegnum þetta notfærum við okkur Þjálfunarpýramídann. Hann er verkfæri sem leiðbeinir manni í gegnum þjálfun og hjálpar til þegar maður rekst á vandamál.

Hvaða hugmyndafræði byggir GL á?

Gæðingalist byggir á hugmyndinni að knapi og gæðingur leika listir sínar. Það er ekki nýtt að lýsa hvað er góð þjálfun enda má finna góða kafla um það í bókinni „Hestar“ sem var gefin út árið 1931 og er eftir Theodór Arnbjörnsson frá Ósi. En hugmyndir hafa þróast og þekking hefur aukist. Frábært verkfæri til að hjálpa sér að þjálfa gæðinginn sinn er Þjálfunnarpýramídinn sem hefur þróasts og þroskast á Íslandi undanfarna áratugi. Hugmyndin er þó ekki íslensk og eru mjög svipuð þrep til um allan heim með sömu hugmyndafræði. Þrepin eru forsendur fyrir, en leiða einnig af sér þrepið sem kemur á eftir. Oft er maður að vinna á mörgum þrepum í einu og er maður aldrei búin með eitt þrep, því þarf að viðhalda og beturumbæta þegar þarfir og möguleikar aukast.

Grunnurinn að allri þjálfun er líðan hestsins og samskiptin við manninn. Tilgangurinn með að fara á hestbak og eiga samskipti við hest hlýtur að vera að það myndist samvinna og að samband og samspil sé sem best. Að hesturinn sé meðvitaður og skilji verkefnin sín. Listin í reiðlistinni hverfur um leið og hesturinn er þvingaður eða þjálfunin byggir á hræðslu, spennu eða hótunum. Listin hlýtur að snúast um að fá hestinn með sér í lið og til að leggja sig fram. Ég er alveg viss um að hestar geta fundið fyrir gleði í þjálfun. Kannski ekki allan tímann, en að hesturinn hafi jákvæðar væntingar til knapans og þjálfunarinnar gerir allt skemmtilegra og auðveldara.

Hvernig að ríða gæðingalist?

Gólfið er þitt! Þú hefur afmarkaðan tíma til að sýna okkur gæðinginn þinn. Hversu vel þú hefur þjálfað hann, hversu sterkur, teygjanlegur og viljugur hann er og hvað skilningurinn og samskiptin eru orðin góð. Þú fléttar saman sýningu gangtegunda og æfinga. Miðað við stigið sem þú velur að ríða eru mismunandi kröfur og æfingar sem þú getur valið, en þú getur alltaf valið erfiðari æfingar en stigið þitt ætlast til. Í stuttu máli þarftu að sýna lágmark þrjár æfingar og þrjár gangtegundir. Ef þú velur æfingar sem krefjast sveigju eða stillingu eru þær sýndar á báðar hendur. Þetta er gert til að sýna fram á að hesturinn sé jafnvigur til beggja handa. Fyrirfram velurðu hvaða æfingar þú ætlar að ríða, en röðun eða hvaða gangtegundir þú ætlar að sýna er ekki ákveðið. Það má vera spuni. Ef valdar eru fleiri æfingar en lágmarkið, gildir ekki lægst metna æfingin. Það er regla sem á að ýta undir dirfsku og áræðni knapans til að reyna við erfiða hluti. Ekkert er því til fyrirstöðu að sýna hluti sem þú hefur ekki valið fyrirfram, en það mun hafa áhrif á einkun fyrir flæði, útfærslu og reiðmennsku.

Það er mikilvægt að velja að sýna bestu þrjár gangtegundir hestsins en það er gott að sýna allar. Það telst til tekna ef hesturinn hefur mikla ganghæfileika, að hann búi yfir öllum gangtegundum, og er góður og fjölhæfur á þeim öllum. Að hann geti farið bæði hægt og hratt á sömu gangtegundinni og er flinkur að skipta á milli er gæðamerki hestsins og þjálfunarinnar. Þar býður Gæðingalistin upp á möguleika sem aðrar keppnisgreinar gera ekki, og held ég að það muni stuðla að betri og fjölbreyttari þjálfun og reiðmennsku. Sé skeið ekki sýnt eru mismunandi kröfur til fjölhæfni töltsins eftir á hvaða stigi þú ert. En á þriðja stigi þurfa klárestar helst að sýna bæði hægt og greitt tölt.

Samantekið þarftu að finna hvað þú og hesturinn þinn er góður í. Hvar liggja ykkar styrkleikar? Það er svo skemmtilegt og uppbyggilegt að gera hestinn og sig sjálfan enn betri þar sem hæfileikar liggja.

Hvernig á að horfa á gæðingalist?

Oft getum við ekki útskýrt hversvegna okkur finnst eitthvað vera fallegt, og stundum skiptir það ekki máli. Ef þér finnst hestar æðislegir. Bara horfa og njóta! Það þarf ekki endilega að kryfja þetta allt, en leyfa hugmyndum að koma til sín. Ef þig langar fyrst og fremst til að kryfja, má horfa sem dómari. Annars má horfa með það fyrir augum að bara sjá samspilið, sambandið og hvernig hesturinn hreyfir sig. Hvernig líður hestinum með knapa sinn og öfugt. Hvernig er að vera á baki á þessum hesti? Hvernig er viðkoman? Hvað gerir hann vel? Ég hef til dæmis akkúrat ekkert vit á dans á skautum en hef gaman af að horfa af því það er spennandi og fallegt.

Hvernig er það dæmt? Þættir Gæðingalistar

Æfingar sem eru valdar af knapanum þarf að gefa einkun, og hafa dómarar leiðara til þess. Leiðarinn byggir á eðlilegri þróun hests í æfingunni. Því lengra sem hann er kominn því hærri ætti hann að fá. Dómarinn má ekki gleyma sér augnablik, þá getur æfing verið búin. Hverri æfingu tilheyra mismunandi þættir sem horft er séstaklega eftir og er í raun æfingin sönnun á hæfni og þjálfunarstigi. Tökum til dæmis slöngulínur. Ef knapinn getur framkvæmt þær með jafn stóra boga, hesturinn beinn milli boga, góð sveigja til beggja handa og réttur taktur er hesturinn samspora. Samspora á þessum hraða, á þessari gangtegund með þetta lengdarjafnvægi.

Gangtegundum þarf að fylgjast með allan tímann. Í grunninn er leiðari fyrir íþróttakeppni, en allar útfærslur eru leyfðar. Til dæmis má sýna greitt stökk. Gefin er einkunn fyrir það sem er riðið beint, en endanleg tala fyrir hverja gangtegund er gefin með hliðsjón af viðkomandi gangtegund í gegnum alla sýninguna. Einnig hversu fjölhæfur hesturinn er á viðkomandi gangtegund. Hreinleiki gangtegunda er að sjálfsögðu aðallinn og ber að fylgjast með allan tímann, síðan hvort hesturinn er frjáls í hreyfingum eða mjúkur. Er líkamsstaðan góð? Þá hversu fjaðurmagnaður hann er og síðast hversu framhár hann er og hve miklum burði hann er í án þess þó að missa niður grunnþættina sem er taktur, mýkt osfrv. Framkoma og líkamsbeiting hestsins í gegnum allt verkefnið er svo tekin saman í eina einkun; Fegurð í reið.

 

Flæði, útfærsla og reiðmennska er einkun sem er samsetning af heildarmyndinni. Flæði er sett saman af uppbyggingu verkefninsins og skiptingum. Gangskiptingar endurspegla oft samband hests og knapa, hversu vel hesturinn er milli ábendinga sem og jafnvægi hestsins. Hér horfir maður á hvort hesturinn byrjar vel á næsta gangtegund, og að formið sé gott í gegnum gangskiptinguna. Einnig er erfiðleikastig metið snýst það um að telja til tekna að knapinn reynir á sig og reiðmennsku sína, að sýningin sé rökrétt uppbyggð en gjarnan frumleg, fjölbreytt og að parið ráði við það. Reiðmennska og ábendingar skulu vera í samræmi við hegðun hestsins, og vera eins nettar og léttar og hægt er. Lítt sýnilegar ábendingar, áræðni, dirfska og tillitsemi eru orð sem lýsa hæstu einkun. Því minna áreiti sem hesturinn verður fyrir, því betur líður honum.

Hversvegna er gæðingalist framtíðin?

Gæðingalist mun bjóða upp á að hver hestur má þroskast í áttir sem henta honum. Það þarf ekki að steypa alla alhliðahesta í sama mótið, eða að allir hestar sem henta best í T1 þjálfa bara þá þætti. Það mun minnka pressureið og þvingun, og minni áhersla er lögð á öfgafullar hreyfingar og/eða líkamsbeitingu. En áherslan getur verið meira á að hestur sé gegnumþjálfaður á mörgum sviðum, það ætti að bæta líðan og endingu.

Dómarar og áhorfendur þjálfast upp í að horfa meira á grunnþætti sem skipta raunverulega máli fyrir hestinn. Að hann endist vel sem reiðhestur og að honum líði vel í augnablikinu.

 

 

 Grein um gæðingalist sem birtist í 50 ára afmælisriti FT eftir Mette Moe Manseth í febrúar 2024.

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira