„Hvetjum alla til að koma og hafa gaman saman“

27. nóvember 2024

Viðtal við Kristinn Skúlason formann landsliðsnefndar LH í tilefni að menntahelgi landsliðanna um helgina.

Um helgina verður menntahelgi í reiðhöllinni í Víðidal. Á laugardeginum munu A-landsliðsknaparnir vera með kennslusýningar og á sunnudeginum verða tvær sýningar þar sem annars vegar munu koma fram knapar í U21 landsliðinu og hins vegar knapar í hæfileikamótun LH.

„Það er spennandi vika framundan og undirbúningur í fullum gangi. Á laugardaginn er kennslusýning A landsliðsins sem sett hefur verið saman af Sigurbirni Bárðasyni, A landsliðsþjálfara. Verður spennandi og fróðlegt að fylgjast með því. Við munum senda stærsta landslið Íslands frá upphafi á Heimsmeistaramótið í Sviss á næsta ári og er gaman að fá að skyggnast inn í undirbúninginn fyrir það. Á sunnudaginn byrjum við á sýningu með knöpunum í hæfileikamótun LH en Sigvaldi Lárus Guðmundsson er yfirþjálfari hæfileikamótunar. Kynnt verður starfsemin og þá uppbyggingu sem fer fram innan hæfileikamótunarinnar, sem er gríðarleg. Við höfum ekki orðið undan að taka á móti umsóknum og settum af stað B hóp í hæfileikamótun til að leyfa fleirum að komast að, nú telur hópurinn um 55 knapa“ segir Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH. „Eftir það tekur Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, við með hópinn sinn sem eru 14 knapar. Þar eru frábærir krakkar og við erum í kjörstöðu miðað við önnur lönd með slíka breidd af knöpum.“

Frítt er inn á sunnudeginum en miðaverð á kennslusýningar á laugardeginum eru 5.900 kr og fer miðasala fram HÉR. Dagskrá hefst kl. 10:00 á laugardeginum en á sunnudeginum byrjar hún kl. 13:00. Á laugardaginn verður boðið upp á hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi, heitt súkkulaði og vöfflur og á sunnudeginum verður boðið upp á heitt súkkulaði og vöfflur. Allur ágóði rennur til styrktar landsliðsins.

„Við hvetjum alla til þess að koma og njóta þess að sjá hvað við erum búin að byggja upp og sjá hvað þessir krakkar eru flinkir og góðir. Það er líka svo gaman að sjá hvað hesturinn tengir alla fjölskylduna saman. Ef einn er í hestunum þá er eiginlega öll fjölskyldan með. Það geta allir tekið þátt. Besta dæmið sem ég get tekið er um mig sjálfan. Við vorum öll í hestunum nema ein dóttir mín sem var ekki en hún var alltaf með okkur og tók þátt í þessu og studdi alla aðra.“

Á föstudagskvöldinu verður upphitun fyrir helgina en þá mun fara fram PubQuiz í reiðhöllinni í Víðidal.

„Við ætlum að hafa gaman um helgina. Njóta og sýna hvað við erum búin að vera gera og leggja til íþróttarinnar. Hvetjum alla til að koma og hafa gaman saman,“ segir Kristinn að lokum.

Sýnikennslurnar á laugardeginum eru eftirfarandi:

  • Ragnhildur Haraldsdóttir: Tenging taumhringsvinnu við form og gangtegundir.
  • Glódís Sigurðardóttir: Auka skrefastærð með formi og stillingu.
  • Hinrik Bragason: Undirbúningur fyrir gæðingaskeið – samspil í gleði og vilja í verki.
  • Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: Tenging sætisnotkunar og taums, samhæfing knapa og hests
  • Helga Una Björnsdóttir: Slaktaumatölt – undirbúningur, aðferðir, hestgerðir
  • Jóhanna Margrét Snorradóttir: Hraðabreytingar, samspil safnandi hvetjandi og hamlandi æfingar.
  • Teitur Árnason: Viðhalda gleði með fjölhæfni og léttleika.

 

Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á síðu Eiðfaxa

Frétt fengin af vef Eiðfaxa.

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira