Taktu þátt í að tilnefna Íþróttaeldhuga ársins

27. nóvember 2024

Frá ÍSÍ: Um allt land leggja þúsundir sjálfboðaliða á sig ómælda vinnu, allt árið um kring til að halda starfi íþróttafélaga, íþróttahéraða og sérsambanda gangandi. Þetta eru hinir einu sönnu íþróttaeldhugar.

Til stendur að heiðra einstakling sem verið hefur eldhugi, samhliða vali á íþróttamanni ársins. Nefnast verðlaunin Íþróttaeldhugi ársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem gefið hafa tíma sinn til að efla íþróttastarfið og halda því gangandi. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að vinna að framkvæmd móta/leikja, safna fjármunum, bæta aðstöðu, sitja í stjórnum eða auka þátttöku hvar á landinu sem er.

Tekið verður á móti tilnefningum frá almenningi til 5. desember og skiptir rökstuðningur fyrir tilnefningunni máli. Lokaákvörðun er svo í höndum sérstakrar valnefndar sem skipuð er fyrrum afreksíþróttafólki.

Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið eftirtektarvert sjálfboðastarf innan íþróttahreyfingarinnar og sé ekki launaður starfsmaður félags. Hvern vilt þú tilnefna?

Íþróttaeldhugi ársins

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira