Íslandsmót í hestaíþróttum og áhugamannamót Íslands 2024 auglýst til umsóknar

22. september 2023

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna, Íslandsmót barna- og unglinga og Áhugamannamót Íslands árið 2024 eru auglýst til umsóknar fyrir áhugasama og metnaðarfulla mótshaldara. Íslandsmótin og áhugamannamót Íslands eru meðal hápunkta keppnisársins á Íslandi.

Dagsetningar mótanna eru eftirfarandi:

  • Íslandsmót barna og unglinga 18. til 21. júlí
  • Áhugamannamót Íslands 9. til 11. ágúst
  • Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 22. til 25. ágúst

Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna skal keppt í einum styrkleikaflokki í hvorum flokki fyrir sig, keppt í greinum þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu, en það eru V1, F1, T1, T2 ásamt skeiðgreinum, PP1, P1, P2 og P3. Auk þess er keppt í gæðingalist sem á liðnu ársþingi kom undir regluverk mótahalds LH. Þátttökurétt hafa pör sem á keppnisárinu hafa náð lágmarkseinkunn í hverri grein, og það er keppnisnefnd LH sem gefur út lágmörkin í febrúar.

Þátttökuréttur á Íslandsmóti barna og unglinga er opinn öllum keppendum þessara flokka og keppt skal í eftirfarandi greinum:
Börn: V2, T3, T4 og gæðingalist. 
Unglingar: V1, T1, F2, T4, gæðingalist og skeiðgreinar.

Á Áhugamannamóti Íslands skal keppt í einum styrkleikaflokki, 1. flokki, og keppnisgreinar eru T3, T4, T7, F2, V2, V5, gæðingaskeið, 100m. skeið, ásamt A-flokki og B-flokki gæðinga. Þátttökurétt á Áhugamannamóti Íslands hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri á keppnisárinu og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþóttakeppni á síðastliðnum 5 árum.

Mótshöldurum er heimilt að bjóða upp á fleiri greinar kjósi þeir svo, sem og sýningargreinar en í sýningargreinum skal ekki krýna Íslandsmeistara.

Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk.

lh@lhhestar.is

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira