Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2024
Íslandsmóti 2024 hefur verið úthlutað til hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík og verður haldið á félagssvæði þeirra í Víðidal 25-28 júlí.
Á ársþingi 2022 var ný reglugerð um Íslandsmót samþykkt og ein af þeim breytingum sem urðu á framkvæmd Íslandsmót er að í stað stöðulista voru tekin upp einkunnalágmörk í greinarnar sem þurfa að nást á keppnisárinu fram að Íslandsmóti.
Keppnisnefnd LH hefur nú gefið út lágmörkin sem gilda fyrir Íslandsmót 2024 og eru þau reiknuð með tilliti til meðaltals síðustu keppnisára. Horft er til þess að keppendafjöldi sé svipaður og á undanförnum teimur Íslandsmótum.
Stöðulistar í 150 m og 250 m skeiði í ungmennaflokki eru ekki marktækir og því voru lágmörk ákveðin sérstaklega í þeim greinum.
Boðið verður upp á Gæðingalist á Íslandsmóti og er að þessu sinni settur hámarksfjöldi þátttakenda í hvorum flokki um sig.
Lágmörk á Íslandsmót 2024 eru þessi:
|
Einkunn |
F1 Fimmgangur |
|
Fullorðnir |
6.80 |
Ungmenni |
6.10 |
|
|
V1 Fjórgangur |
|
Fullorðnir |
7.00 |
Ungmenni |
6.50 |
|
|
T1 Tölt |
|
Fullorðnir |
7.40 |
Ungmenni |
6.60 |
|
|
T2 Slaktaumatölt |
|
Fullorðnir |
7.00 |
Ungmenni |
6.20 |
|
|
PP1 Gæðingaskeið |
|
Fullorðnir |
7.10 |
Ungmenni |
5.90 |
|
|
P2 100 m skeið |
|
Fullorðnir |
8.00 sek |
Ungmenni |
9.00 sek |
|
|
P3 150 m skeið |
|
Opinn flokkur |
15.40 sek |
Ungmenni |
17.00 sek |
|
|
P1 250 m skeið |
|
Opinn flokkur |
24.80 sek |
Ungmenni |
26.00 sek |
|
|
Gæðingalist |
|
Fullorðnir |
Fyrstu 15 sem skrá sig |
Ungmenni |
Fyrstu 15 sem skrá sig |
Fréttasafn






Styrktaraðilar







