Landsliðið stækkar við nýjar reglur Feif

1. apríl 2024

Ein af þeim nýju keppnisreglum sem nú taka gildi eftir Feif þingið í vetur og gilda fyrir stórmótin er að nú verður líka boðið upp á áhugamannaflokka á Norðurlandamótinu í Herning í sumar.

Keppt verður í hefðbundinni íþróttakeppni og gæðingakeppni í áhugamannaflokki og Landssamband hestamannafélaga ásamt Landsliðsþjálfara kalla eftir áhugasömum áhugamönnum inn í landsliðið.

Taka þarf fram helsta keppnisárangur síðastliðin ár, áhugasvið (keppnisgreinar) og atvinnu.

Í samtali við fjölmiðlafulltrúa LH lýsti Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari sérstakri ánægju yfir að fjölbreytni se aukin í mótahaldi stórmóta Feif, og segir að hann sé þegar kominn með þó nokkuð marga hesta í verkefnið af meginlandinu.

“Feif er hér að lyfta grettistaki í utbreiðslumálum og afar ánægjulegt að geta tilkynnt þetta nú með góðum fyrirvara fyrir Norðurlandamótið, svo er þetta dýrmæt reynsla fyrir þá knapa sem taka þátt og klárlega er þarna komin leið inn í A-landsliðið” segir kampakátur Sigurbjörn.

Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst með öllum upplýsingum á b-landslid@lhhestar.is og nánari upplýsingar um reglubreytingar eru á www.feif.org 

Bent er á að greinin var skrifuð 1. apríl.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira