Landsliðsknapinn Glódís Rún leiðir Meistaradeildina

12. mars 2024

Nú þegar þremur greinum er lokið í Meistaradeild Líflands, er það Glódís Rún Sigurðardóttir sem situr efst í einstaklingskeppninni. Glódís er löngu orðin þekkt nafn í hestaheiminum en hún er nú að hefja sitt fyrsta formlega keppnistímabil í fullorðinsflokki þrátt fyrir að hafa verið á meðal fremstu knapa um árabil. Glódís sem er 22 ára á að baki glæstan feril í yngri flokkum og lauk keppni í U21 með því að landa heimsmeistaratitli í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú í Hollandi í fyrra.

Glódís mun að öllu óbreyttu fara á HM í Sviss á næsta ári til að verja titilinn sinn, en það mun hún gera í fullorðins flokki þrátt fyrir að hafa orðið heimsmeistari í U21. Hún er þó vel að því komin því loka einkunn hennar og Sölku hefði skilað þeim í A úrslit í fullorðinsflokk á HM, þar sem þær voru næst stigahæstar á eftir þeim Söru og Flóka eftir forkeppni, en þau stóðu einmitt uppi sem heimsmeistarar í fullorðinsflokk.

Glódís hefur verið valin íþróttamaður síns sveitarfélags nokkrum sinnum auk þess að eiga fjöldann allan af titlum í barna, unglinga og ungmennaflokkum t.d. varð hún þrefaldur landsmótssigurvegari í barnaflokki 2011, 2012 og 2014.

Glódís hefur sýnt einstaka hæfilega og útgeislun á keppnisbrautinni og það verður einkar áhugavert að sjá hvernig hún mun halda áfram að þróast sem knapi.

En hvað er framundan hjá Glódísi?

,,Það er auðvitað gæðingalistin í Meistaradeildinni á föstudaginn. Ég er sem stendur efst í einstaklingskeppninni og reyni því auðvitað að vera vel hestuð í allra greinar og ná sem flestum stigum en ég ætla samt ekki að stressa mig of mikið á því að vinna deildina, bara gera mitt besta og sjá hvert það skilar manni.

Eftir Meistaradeildina byrja svo íþróttamótin og ég verða viðurkenna að ég orðin spennt að komast út að keppa núna þegar það er komið meira vor. Svo verða það bara úrtökur, kynbótasýningar og svo auðvitað landsmót.”

Hvaða hesta eigum við helst vona á að sjá þig með í sumar?

,,Ég verð með Breka frá Austurási og svo verð ég með ungan hest sem við eigum sem er á sjöunda vetri og kom einmitt fram í meistaradeildinni með Pierre Sandsten Hoyos. Þá stefni ég að mæta einnig með Drumb frá Víðivöllum fremri í tölt og B-flokk. Svo eru einhver unghross auk þeirra sem ég kem til með sýna í kynbótadóm, bæði frá Sunnuhvoli og öðrum. Þannig að það er hellingur til að hlakka til.”

Er einhver munur að vera formlega kominn í fullorðinsflokk?

,,Í raun fannst mér ekkert öðruvísi að fara inn í tímabilið núna, ég er búin að vera að keppa í meistaradeildinni í 5 ár, var á 18. ári þegar ég keppti fyrsti meistaradeildinni, en mér er auðvitað að ganga lang best núna, búin að vera í öllum úrslitum og stefni á að halda því áfram. En Meistaradeildin er búin að vera frábær undirbúningur, kemur manni af stað og sýnir það að maður getur alveg verið á sama leveli og það minnkar þannig stökkið aðeins upp í meistaraflokk. En þetta verður sennilega aðeins öðruvísi í sumar á úti mótunum. Vissulega eru allir að keppa hvor við annan alveg sama hvort það eru konur eða karlar en persónulega þá reyni ég alltaf bara að gera mitt besta, núna mun samkeppnin bara aukast og maður mun þurfa að vinna enn harðar fyrir öllu þar sem maður er að keppa við alla þá bestu á landinu, en ég er bara spennt að gera enn og betur. Svo hefur ungmennaflokkurinn líka verið ótrúlega sterkur og ég er búin að vera með þá pressu að gera alltaf mitt besta og sjá svo hverju það skilar mér.

Hefurðu alltaf haft sama áhugann og eldmóðinn?

,,Já þetta hefur alltaf bara verið hestar hestar og hestar og aldrei neitt annað komi upp í hausinn á mér. Þetta er bara einhver baktería sem maður er með. Ég mun aldrei hætta að hafa mikinn metnað og vilja gera vel. Svo er þetta bara svo skemmtilegt og spennandi alltaf ný verkefni og nýir hestar. Það kemur kannski fyrir á haustin í eina tvær vikur að maður finni fyrir smá þreytu og þá er gott að skipta aðeins um umhverfi, fara til útlanda eða eitthvað því ef maður er heima fer maður bara eitthvað að brasa. En svo koma tryppin og það er spennandi tími líka. Auðvitað hafa líka komið brekkur en það herðir mann bara og hvetur mig til að gera meira og betur.”

Ég hef líka haft góðan stuðning frá mömmu og pabba sem hafa byggt upp alla hestamennskuna í kringum okkur systkinin. Við fjölskyldan erum saman í þessu og það væri auðvitað erfitt að vera ein í þessu. Pabbi hefur verið einstaklega duglegur að peppa okkur áfram og verið okkar helsti stuðningsmaður og það er auðvitað ómetanlegt.”

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira