Landsliðsknapinn Glódís Rún leiðir Meistaradeildina

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 12. mars 2024

Nú þegar þremur greinum er lokið í Meistaradeild Líflands, er það Glódís Rún Sigurðardóttir sem situr efst í einstaklingskeppninni. Glódís er löngu orðin þekkt nafn í hestaheiminum en hún er nú að hefja sitt fyrsta formlega keppnistímabil í fullorðinsflokki þrátt fyrir að hafa verið á meðal fremstu knapa um árabil. Glódís sem er 22 ára á að baki glæstan feril í yngri flokkum og lauk keppni í U21 með því að landa heimsmeistaratitli í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú í Hollandi í fyrra.

Glódís mun að öllu óbreyttu fara á HM í Sviss á næsta ári til að verja titilinn sinn, en það mun hún gera í fullorðins flokki þrátt fyrir að hafa orðið heimsmeistari í U21. Hún er þó vel að því komin því loka einkunn hennar og Sölku hefði skilað þeim í A úrslit í fullorðinsflokk á HM, þar sem þær voru næst stigahæstar á eftir þeim Söru og Flóka eftir forkeppni, en þau stóðu einmitt uppi sem heimsmeistarar í fullorðinsflokk.

Glódís hefur verið valin íþróttamaður síns sveitarfélags nokkrum sinnum auk þess að eiga fjöldann allan af titlum í barna, unglinga og ungmennaflokkum t.d. varð hún þrefaldur landsmótssigurvegari í barnaflokki 2011, 2012 og 2014.

Glódís hefur sýnt einstaka hæfilega og útgeislun á keppnisbrautinni og það verður einkar áhugavert að sjá hvernig hún mun halda áfram að þróast sem knapi.

En hvað er framundan hjá Glódísi?

,,Það er auðvitað gæðingalistin í Meistaradeildinni á föstudaginn. Ég er sem stendur efst í einstaklingskeppninni og reyni því auðvitað að vera vel hestuð í allra greinar og ná sem flestum stigum en ég ætla samt ekki að stressa mig of mikið á því að vinna deildina, bara gera mitt besta og sjá hvert það skilar manni.

Eftir Meistaradeildina byrja svo íþróttamótin og ég verða viðurkenna að ég orðin spennt að komast út að keppa núna þegar það er komið meira vor. Svo verða það bara úrtökur, kynbótasýningar og svo auðvitað landsmót.”

Hvaða hesta eigum við helst vona á að sjá þig með í sumar?

,,Ég verð með Breka frá Austurási og svo verð ég með ungan hest sem við eigum sem er á sjöunda vetri og kom einmitt fram í meistaradeildinni með Pierre Sandsten Hoyos. Þá stefni ég að mæta einnig með Drumb frá Víðivöllum fremri í tölt og B-flokk. Svo eru einhver unghross auk þeirra sem ég kem til með sýna í kynbótadóm, bæði frá Sunnuhvoli og öðrum. Þannig að það er hellingur til að hlakka til.”

Er einhver munur að vera formlega kominn í fullorðinsflokk?

,,Í raun fannst mér ekkert öðruvísi að fara inn í tímabilið núna, ég er búin að vera að keppa í meistaradeildinni í 5 ár, var á 18. ári þegar ég keppti fyrsti meistaradeildinni, en mér er auðvitað að ganga lang best núna, búin að vera í öllum úrslitum og stefni á að halda því áfram. En Meistaradeildin er búin að vera frábær undirbúningur, kemur manni af stað og sýnir það að maður getur alveg verið á sama leveli og það minnkar þannig stökkið aðeins upp í meistaraflokk. En þetta verður sennilega aðeins öðruvísi í sumar á úti mótunum. Vissulega eru allir að keppa hvor við annan alveg sama hvort það eru konur eða karlar en persónulega þá reyni ég alltaf bara að gera mitt besta, núna mun samkeppnin bara aukast og maður mun þurfa að vinna enn harðar fyrir öllu þar sem maður er að keppa við alla þá bestu á landinu, en ég er bara spennt að gera enn og betur. Svo hefur ungmennaflokkurinn líka verið ótrúlega sterkur og ég er búin að vera með þá pressu að gera alltaf mitt besta og sjá svo hverju það skilar mér.

Hefurðu alltaf haft sama áhugann og eldmóðinn?

,,Já þetta hefur alltaf bara verið hestar hestar og hestar og aldrei neitt annað komi upp í hausinn á mér. Þetta er bara einhver baktería sem maður er með. Ég mun aldrei hætta að hafa mikinn metnað og vilja gera vel. Svo er þetta bara svo skemmtilegt og spennandi alltaf ný verkefni og nýir hestar. Það kemur kannski fyrir á haustin í eina tvær vikur að maður finni fyrir smá þreytu og þá er gott að skipta aðeins um umhverfi, fara til útlanda eða eitthvað því ef maður er heima fer maður bara eitthvað að brasa. En svo koma tryppin og það er spennandi tími líka. Auðvitað hafa líka komið brekkur en það herðir mann bara og hvetur mig til að gera meira og betur.”

Ég hef líka haft góðan stuðning frá mömmu og pabba sem hafa byggt upp alla hestamennskuna í kringum okkur systkinin. Við fjölskyldan erum saman í þessu og það væri auðvitað erfitt að vera ein í þessu. Pabbi hefur verið einstaklega duglegur að peppa okkur áfram og verið okkar helsti stuðningsmaður og það er auðvitað ómetanlegt.”

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar