Leiðin að gullinu - Kennslusýningar

19. nóvember 2024

Þá styttist í Leiðina að Gullinu, kennslusýningar landsliðsins, en þær munu fara fram laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Á dagskránni eru ákaflega fróðlegar og spennandi sýningar sem enginn hestamaður ætti að láta framhjá sér fara:

  • Ragnhildur Haraldsdóttir: Tenging taumhringsvinnu við form og gangtegundir.
  • Glódís Sigurðardóttir: Auka skrefastærð með formi og stillingu.
  • Hinrik Bragason: Undirbúningur fyrir gæðingaskeið - samspil í gleði og vilja í verki.
  • Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: Tenging sætisnotkunar og taums, samhæfing knapa og hests
  • Helga Una Björnsdóttr: Slaktaumatölt – undirbúningur, aðferðir, hestgerðir
  • Jóhanna Margrét Snorradóttir: Hraðabreytingar, samspil safnandi hvetjandi og hamlandi æfingar.
  • Teitur Árnason: Viðhalda gleði með fjölhæfni og léttleika.

Viðburðurinn fer fram í reiðhöllinn í Víðidal frá kl 10:00 -15:00. Miðaverð er einungis 5900kr og rennur allur ágóði til landsliðsins.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira