Sýning Hæfileikamótunar og U21 Landsliðsins

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 19. nóvember 2024

Helgina 30. nóv - 1. des verður menntahelgi landsliðanna og hæfileikamótunar. Laugardagurinn verður helgaður kennslusýningum A landsliðsins en á sunnudeginum munu gestir fá innsýn inn í það öfluga afreksstarf sem unnið er innan LH.

Sýningin hefst kl 13 en þá mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Þar verður meðal annars fjallað um vinnu við hendi og sætisæfingar sem og hvernig blanda má fimiæfingum inn í þjálfun gangtegunda til að bæta jafnvægið. Þá fá gestir einnig að kynnast því hvernig grunnurinn er lagður að skeiðinu, skeiðuppbyggingu og gangtegundaþjálfun. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. Sigvaldi Lárus Guðmundsson mun stýra dagskránni en hann er yfirþjálfari Hæfileikamótunar.

Þar á eftir er komið að U21 hópnum til að láta ljós sitt skína. Hópurinn telur 14 knapa sem stefna öll á að komast á HM í Sviss. Árangur U21 liðsins í á HM í Hollandi 2023 var einkar glæsilegur, en liðið náði þá í 7 heimsmeistara titla og ein silfurverðlaun og komust allir keppendur á pall sem var hreint út sagt frábær árangur.

Við heyrðum í Heklu Katharínu Kristinsdóttur Landsliðsþjálfari U21.

Hverju mega áhorfendur búast við?

„Allir U21 árs knaparnir munu mæta á staðinn og margir þeirra koma á þeim hesti/hestum sem þeir stefna með á HM í Sviss 2025. Það munu koma fram fjórgangspör, slaktaumatölts pör, skeið pör, tölt pör og fimmgangs pör. Sýningin verður blanda af flottum skrautreiðar atriðum en þó er meirihlutinn í sýnikennslu formi þar sem ætlunin er að gefa innsýn í það hvað knaparnir eru að gera með sínum hestum til að undirbúa þá fyrir sumarið.“

„Mikilvægt er að hestarnir toppi á réttum tíma sem er á Íslandsmóti og eigi samt ennþá inneign til þess að sem bestur árangur náist í ágúst á Heimsmeistaramóti. Ég mun stjórna hverju atriði og útskýra vel og skilmerkilega hvað hver knapi er að gera með sínum hesti. Einnig er mikilvægt að áhorfandinn fái innsýn í það hvað landsliðsþjálfari þarf að sjá hjá pari (hestur og knapi) sem stefnir á svo stórt markmið.“ Segir Hekla.

Nú er liðið að koma fram saman í fyrsta sinn síðan hópurinn var valinn, hvernig eruð þið stemmd í verkefnið?

„Ég er orðin hrikalega spennt fyrir sýningunni og einnig eru knaparnir mínir mjög spenntir að leyfa áhorfendum að skyggnast inní þjálfunina og að leyfa gæðingunum sínum að spretta aðeins úr spori. Sýningin er mjög umfangsmikil og verður hver mínúta nýtt til hins ítrasta. Gestir geta gert ráð fyrir fróðlegri og skemmtilegri sýningu þar sem létt stemmning í bland við metnaðarfullar æfingar munu halda fólki við efnið í þá rúmlega klukkustund sem prógrammið mun taka og hvet alla hestamenn til að koma í reiðhöllina í Víðidal og sjá þessa flottu knapa bæði í U21 og Hæfileikamótun LH. Læra af þeim en ekki síst að hvetja þá til dáða inn í spennandi keppnistímabil.“

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar