Sýning Hæfileikamótunar og U21 Landsliðsins

19. nóvember 2024

Helgina 30. nóv - 1. des verður menntahelgi landsliðanna og hæfileikamótunar. Laugardagurinn verður helgaður kennslusýningum A landsliðsins en á sunnudeginum munu gestir fá innsýn inn í það öfluga afreksstarf sem unnið er innan LH.

Sýningin hefst kl 13 en þá mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Þar verður meðal annars fjallað um vinnu við hendi og sætisæfingar sem og hvernig blanda má fimiæfingum inn í þjálfun gangtegunda til að bæta jafnvægið. Þá fá gestir einnig að kynnast því hvernig grunnurinn er lagður að skeiðinu, skeiðuppbyggingu og gangtegundaþjálfun. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. Sigvaldi Lárus Guðmundsson mun stýra dagskránni en hann er yfirþjálfari Hæfileikamótunar.

Þar á eftir er komið að U21 hópnum til að láta ljós sitt skína. Hópurinn telur 14 knapa sem stefna öll á að komast á HM í Sviss. Árangur U21 liðsins í á HM í Hollandi 2023 var einkar glæsilegur, en liðið náði þá í 7 heimsmeistara titla og ein silfurverðlaun og komust allir keppendur á pall sem var hreint út sagt frábær árangur.

Við heyrðum í Heklu Katharínu Kristinsdóttur Landsliðsþjálfari U21.

Hverju mega áhorfendur búast við?

„Allir U21 árs knaparnir munu mæta á staðinn og margir þeirra koma á þeim hesti/hestum sem þeir stefna með á HM í Sviss 2025. Það munu koma fram fjórgangspör, slaktaumatölts pör, skeið pör, tölt pör og fimmgangs pör. Sýningin verður blanda af flottum skrautreiðar atriðum en þó er meirihlutinn í sýnikennslu formi þar sem ætlunin er að gefa innsýn í það hvað knaparnir eru að gera með sínum hestum til að undirbúa þá fyrir sumarið.“

„Mikilvægt er að hestarnir toppi á réttum tíma sem er á Íslandsmóti og eigi samt ennþá inneign til þess að sem bestur árangur náist í ágúst á Heimsmeistaramóti. Ég mun stjórna hverju atriði og útskýra vel og skilmerkilega hvað hver knapi er að gera með sínum hesti. Einnig er mikilvægt að áhorfandinn fái innsýn í það hvað landsliðsþjálfari þarf að sjá hjá pari (hestur og knapi) sem stefnir á svo stórt markmið.“ Segir Hekla.

Nú er liðið að koma fram saman í fyrsta sinn síðan hópurinn var valinn, hvernig eruð þið stemmd í verkefnið?

„Ég er orðin hrikalega spennt fyrir sýningunni og einnig eru knaparnir mínir mjög spenntir að leyfa áhorfendum að skyggnast inní þjálfunina og að leyfa gæðingunum sínum að spretta aðeins úr spori. Sýningin er mjög umfangsmikil og verður hver mínúta nýtt til hins ítrasta. Gestir geta gert ráð fyrir fróðlegri og skemmtilegri sýningu þar sem létt stemmning í bland við metnaðarfullar æfingar munu halda fólki við efnið í þá rúmlega klukkustund sem prógrammið mun taka og hvet alla hestamenn til að koma í reiðhöllina í Víðidal og sjá þessa flottu knapa bæði í U21 og Hæfileikamótun LH. Læra af þeim en ekki síst að hvetja þá til dáða inn í spennandi keppnistímabil.“

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira