Sýning Hæfileikamótunar og U21 Landsliðsins

19. nóvember 2024

Helgina 30. nóv - 1. des verður menntahelgi landsliðanna og hæfileikamótunar. Laugardagurinn verður helgaður kennslusýningum A landsliðsins en á sunnudeginum munu gestir fá innsýn inn í það öfluga afreksstarf sem unnið er innan LH.

Sýningin hefst kl 13 en þá mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Þar verður meðal annars fjallað um vinnu við hendi og sætisæfingar sem og hvernig blanda má fimiæfingum inn í þjálfun gangtegunda til að bæta jafnvægið. Þá fá gestir einnig að kynnast því hvernig grunnurinn er lagður að skeiðinu, skeiðuppbyggingu og gangtegundaþjálfun. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. Sigvaldi Lárus Guðmundsson mun stýra dagskránni en hann er yfirþjálfari Hæfileikamótunar.

Þar á eftir er komið að U21 hópnum til að láta ljós sitt skína. Hópurinn telur 14 knapa sem stefna öll á að komast á HM í Sviss. Árangur U21 liðsins í á HM í Hollandi 2023 var einkar glæsilegur, en liðið náði þá í 7 heimsmeistara titla og ein silfurverðlaun og komust allir keppendur á pall sem var hreint út sagt frábær árangur.

Við heyrðum í Heklu Katharínu Kristinsdóttur Landsliðsþjálfari U21.

Hverju mega áhorfendur búast við?

„Allir U21 árs knaparnir munu mæta á staðinn og margir þeirra koma á þeim hesti/hestum sem þeir stefna með á HM í Sviss 2025. Það munu koma fram fjórgangspör, slaktaumatölts pör, skeið pör, tölt pör og fimmgangs pör. Sýningin verður blanda af flottum skrautreiðar atriðum en þó er meirihlutinn í sýnikennslu formi þar sem ætlunin er að gefa innsýn í það hvað knaparnir eru að gera með sínum hestum til að undirbúa þá fyrir sumarið.“

„Mikilvægt er að hestarnir toppi á réttum tíma sem er á Íslandsmóti og eigi samt ennþá inneign til þess að sem bestur árangur náist í ágúst á Heimsmeistaramóti. Ég mun stjórna hverju atriði og útskýra vel og skilmerkilega hvað hver knapi er að gera með sínum hesti. Einnig er mikilvægt að áhorfandinn fái innsýn í það hvað landsliðsþjálfari þarf að sjá hjá pari (hestur og knapi) sem stefnir á svo stórt markmið.“ Segir Hekla.

Nú er liðið að koma fram saman í fyrsta sinn síðan hópurinn var valinn, hvernig eruð þið stemmd í verkefnið?

„Ég er orðin hrikalega spennt fyrir sýningunni og einnig eru knaparnir mínir mjög spenntir að leyfa áhorfendum að skyggnast inní þjálfunina og að leyfa gæðingunum sínum að spretta aðeins úr spori. Sýningin er mjög umfangsmikil og verður hver mínúta nýtt til hins ítrasta. Gestir geta gert ráð fyrir fróðlegri og skemmtilegri sýningu þar sem létt stemmning í bland við metnaðarfullar æfingar munu halda fólki við efnið í þá rúmlega klukkustund sem prógrammið mun taka og hvet alla hestamenn til að koma í reiðhöllina í Víðidal og sjá þessa flottu knapa bæði í U21 og Hæfileikamótun LH. Læra af þeim en ekki síst að hvetja þá til dáða inn í spennandi keppnistímabil.“

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira