Leiðin að gullinu verður í streymi

25. nóvember 2024

Nú styttist í menntahelgi Landsliðsins, U21 og Hæfileikamótunar.  Þar sem okkar glæsilegustu knapar gefa innsýn inn í það mikla afrekasstarf sem unnið er innan LH. Á laugardeginum verða sjö A landsliðknapar með sýnikennslur og á sunnudeginum mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. 

U 21 Landsliðið mun svo mæta á staðinn og flestir á þeim hesti/hestum stefnt er með á HM í Sviss 2025. Þau munu bjóða uppá blöndu af sýnikennslu og skrautreið en einnig gefst áhorfendum tækifæri til þessa að sjá hvar pörin eru stödd í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið. 

Það er því ljóst að allir hestamenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þá verður einnig glæsileg veitingasala á svæðinu, þar sem verður m.a boðið uppá dýrindis jólamat. 

Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum í gegnum streymi í samstarfi við Eiðfaxa TV. Hér er hægt að kaupa aðgang að streyminu.   Verð fyrir streymi er 6900kr og tryggir það aðgang að báðum viðburðunum. Hægt er að horfa á efnið fram til 13. desember. 

 

Dagskráin verður sem hér segir: 

 

Laugardagur

Kl 10:00

Ragnhildur Haraldsdóttir: Tenging taumhringsvinnu við form og gangtegundir.
Glódís Sigurðardóttir: Auka skrefastærð með formi og stillingu.
Hinrik Bragason: Undirbúningur fyrir gæðingaskeið - samspil í gleði og vilja í verki.
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: Tenging sætisnotkunar og taums, samhæfing knapa og hests
 
Hádegishlé
 
Helga Una Björnsdóttir: Slaktaumatölt – undirbúningur, aðferðir, hestgerðir
Jóhanna Margrét Snorradóttir: Hraðabreytingar, samspil safnandi hvetjandi og hamlandi æfingar.
Teitur Árnason: Viðhalda gleði með fjölhæfni og léttleika.
 
Dagskrá lýkur um kl 15:15
 
Sunnudagur
 
Kl 13:00
Hæfileikamótun LH
 
Hlé
 
U21 Landsliðið
 
Dagskrá lýkur um kl 16:00
 
Miðaverði er ekki nema 5900kr - svona ca eins og hálfur einkatími hjá reiðkennara. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt að mæta verður boðið upp á streymi á viðburðin gegn sama verði og verður sá linkur auglýstur sérstaklega.  Ekki missa af þessu!
 
 

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira