Miðbæjarreiðin fer fram 29. júní

24. júní 2024

Nú styttist í miðbæjarreiðina sem fram fer næsta laugardag kl 12:00. Reiðin hefst við BSÍ og þaðan verður haldið upp á Skólavörðuholtið og svo áfram í gengum miðbæinn, að Tjörninni og endar reiðin aftur á BSÍ.

Fánaberar með fána Landsmóts munu fara fyrir hópunum og minna alþjóð á að einn stærsti og skemmtilegasti íþrótta og menningarviðburður landsins er rétt við það að hefjast. Á eftir þeim koma svo fulltrúar hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Miðbæjarreiðin er skemmtileg hefð og minnir okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Mjög mikil hestamennska er stunduð innan höfuðborgarsvæðisins og þar eru starfrækt risastór hestamannafélög sem líkt og hin ýmsu íþróttafélög stuðla að bættri lýðheilsu og standa fyrir öflugu barna og unglingastarfi.

Miðbæjarreiðin minnir okkur einnig á nálægð borgarinnar við hestamennskuna og mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir hestum í borgarskipulaginu. Það er velferðarmál fyrir knapa og hesta auk þess sem hestatengd ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu gerir borgina að spennandi áfangastað og þá eru ótalin þau menningarverðmæti sem liggja að baki þegar við tölum um Íslenska hestinn og allt það sem hann stendur fyrir.

Sjáumst á Skólavörðuholtinu laugardaginn 29. júní kl 12:00 og virðum fyrir okkur fallega hesta sem hafa aðlagast í síbreytilegu umhverfi síðastliðinna ára og alda.

 

Þeir knapar sem vilja taka þátt í viðburðinum, skulu endilega setja sig í samband við sitt hestamannafélag sem allra fyrst. Hægt er að fylgja viðburðinum á facebook

 

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira