Stóru bomburnar eru í stóðhestaveltu landsliðsins
Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu , verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.
Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.
Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:
Sindri frá Hjarðartúni 8,99
Sindri er með hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið. Hann er með 9,38 fyrir hæfileika, þar af 10,0 fyrir brokk, skeið og samstarfsvilja, 9,5 fyrir tölt, og fegurð í reið og 9,0 hægt tölt. Myndband af Sindra
Örvar frá Glúfri 8,56
Örvar hefur hlotið í kynbótadómi 8,90 fyrir hæfileika, þar af 10 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9 fyrir tölt. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil. Myndband af Örvari
Vonandi frá Halakoti
Vonandi hefur hlotið fyrir hæfileika 8,31 þar af 9,5 fyrir tölt og og 9,0 fyrir hægt tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið og í byggingadóm 8,31 þar af 9,0 fyrir bak og lend. Myndband af Vonandi
Glampi frá Ketilsstöðum 8,43
Glampi hefur hlotið 8,45 fyrir hæfileika í kynbótadómi, þar af 9,5 fyrir brokk og samstarfsvilja og 9 fyrir tölt, fegurð í reið og fet. Myndband af Glampa
Kjerúlf frá Kollaleiru 8,44
Kjerúlf hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2016. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Kjerúlf
Bárður frá Sólheimum 8,39
Bárður er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með 8,47 fyrir byggingu og 8,34 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið, 9,0 fyrir brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og hægt tölt. Myndband af Bárði
Þröstur frá Kolsholti 8,37
Þröstur er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og 9,0 fyrir fegurð í reið. Þröstur var í úrslitum í b-flokki á Landsmóti 2022. Myndband af Þresti
Lýsir frá Breiðstöðum 8,22
Lýsir hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Lýsi
Rammi frá Búlandi 8,18
Rammi átti farsælan keppnisferil í a-flokki og fimmgangi. Hann á fjöldann allan af hátt dæmdum afkvæmum. Hann hlaut í kynbótadómi 9,0 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Ramma
Snæfinnur frá Hvammi 8,27
Snæfinnur hefur hlotið fyrir hæfileika 8,20 sem klárhestur, þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Snæfinni
Fréttasafn






Styrktaraðilar







