Árni Björn Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði

26. júní 2025

Kristján Árni og Súla frá Kanastöðum eru Íslandsmeistarar í ungmennaflokki, annað árið í röð.

Í gær fór fram keppni í Gæðingaskeiði voru það þau Árni Björn og Álfamær frá Prestbæ sem sigrðu með 8,79 í einkunn en keppni milli þeirra og Hinriks Bragasonar og Trú frá Árbakka sem hlutu 8,67 í einkunn var ákaflega jöfn og spennandi.


Úrslit í ungmennaflokki voru einnig spennandi en þar stóð upp sem sigurvegari Kristján Árni og Súla frá Kanastöðum með 7,46 í einkunn, þau voru einnig Íslandsmeistarar 2024. Í öðru sæti voru Matthías og Magnea frá Staðartungu með 7,21 og í þriðja sæti var Guðný Dís og Ásta frá Fremri-Gufudal með 7,04 í einkunn.


Við óskum Árna Birni og Kirstjáni Árna til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.


Fyrr um daginn fór einnig fram í keppni ungmenna í fjórgangi. Keppnin var afar jöfn og spennandi en að lokum voru það þau Jón Ársæll og Halldóra frá Hólaborg sem hlutu hæstu einkunn eða 7,37. Jón Ársæll náði einnig fimmtu bestu einkunn á hestinum Bassa frá Grund II.

Annar eftir forkeppni var Guðmar Hólm og Grettir frá Hólum með 7,17 og þar rétt á eftir Védís Huld og  Ísak frá Þjóðólfsbakk með 7,13.

Ragnar Snær og Stimpill frá Strandarhöfði voru fjórðu með 7,07 í einkunn en þar sem Ragnar keppir sem gestur á mótinu mun hann taka þátt í úrslitum en ekki vinna til verðlauna.


Mótsstjórn vill koma því á framfæri að Ragnar Snær og Stimpill frá Strandarhöfði keppa sem gestir á þessu Íslandsmóti. Eva Kærnested tekur því sæti í A-úrslitum og Matthías Sigurðsson og Þórey Þula Helgadóttir taka sæti í B-úrslitum. Ásamt Ragnari Snæ keppa Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Eik Elvarsdóttir einnig sem gestir og sem slíkir taka þær ekki sæti í B-úrslitum.

Í dag hefst keppni klukkan 13:00 á meistaraflokki í Fimmgangi, þar á eftir er keppni í ungmennaflokki.


Eftir kvöldmat eða klukkan 19:15 hefst svo keppni í 250m skeiði og lýkur kvöldinu á 150 metra skeiði. Hafa ber í huga að á meðan á kappreiðunum stendur er ekki hægt að koma inn á mótssvæðið nema í gegnum hesthúsahverfið sjá nánar í frétt: Skráningu á Íslandsmót lýkur í kvöld

 

 

 

Fréttasafn

25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
Lesa meira